Vinaskákfélagið

107 чланова
22. 3. 2020.
23 одигран догађај

Allir eru velkomnir að skrá sig í klúbbinn. Við munum halda skákmót á netinu annað slagið.

Tilgangur Vinaskákfélagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir.

Byggja skal á starfi og reynslu félagsins, sem hóf reglulegar skákæfingar í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu í Reykjavík.

Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin, jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga.